Nýopnuð verslun  Margt og Mikið, Holtasmára 1, Kópavogi gerist öflugur stuðningsaðili SPES barnahjálpar.                                                                                                                          Í hvert sinn sem þú verslar í Margt og Mikið renna 10% af söluandvirði til SPES

                                                                 

 

Í haust gátum við fagnað tveimur stórum áföngum á Barnaheimilum SPES í Tógó.

Um miðjan september fluttu 12 fyrstu unglingsdrengirnir af heimili SPES  í Lomé yfir í nýbyggt unglingaheimili þar skammt frá. Þetta nýja heimili verður rekið sem sérdeild frá barnaheimili SPES á sama hátt og gert er í Kpalimé. Heimilið er byggt fyrir framtíðina og þarna er nú þegar pláss fyrir 20 unglinga. Áform eru um að byggja síðar annað hús á lóðinni fyrir 20 stúlkur.

Þegar skólastarf hófst í Tógó í byrjun október hófu tveir drengir frá heimili SPES í Kpalimé háskólanám í Lomé.  Komlavi Nana byrjaði að læra byggingaverkfræði og Richard Mensah fór í lögfræði. Þeir eru 19 og 20 ára og voru meðal fyrstu barnanna sem komu til SPES. Vinir SPES eru ákaflega stoltir af þessum fyrstu háskólanemum sínum.

Í Lomé  verður nú rýmra um börnin á barnaheimilinu og einnig losna pláss fyrir ný börn. Það er því mjög mikilvægt að við finnum fleiri sem vilja gerast styrktarforeldrar eða leggja SPES til reglulega styrki svo hægt sé að taka á móti fleiri börnum.

  

 

Á aðalfundi Íslandsdeildar SPES var kosin ný stjórn til þriggja ára.

Formaður var kosinn Örn Sævar Ingibergsson.

Aðrir í stjórn eru:

Eva María Gunnarsdóttir, varaformaður.

Elisabet Sigurðardóttir, ritari

Bera Þórisdóttir,  gjaldkeri

Hrefna Hallgrímsdóttir,  meðstjórnandi

Aðalfundur Íslandsdeildar SPES

verður haldinn laugardaginn 29. apríl kl. 10:30 í Félagsheimili Neskirkju

DAGSKRÁ

1. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2016

2. Reikningar 2016 kynntir og bornir undir atkvæði

3. Stjórnarkjör

4. Fréttir frá Tógó

5. Önnur mál