togo-born

 

SPES er hugsjónafélag og allt stjórnarstarf er unnið í sjálfboðavinnu. Skrifstofu- og umsýslukostnaður er enginn og stjórnarmenn kosta allar ferðir til Tógó sjálfir. Allt fé sem berst rennur því beint til barnanna og til byggingarframkvæmda við heimilin.

Heimamenn í Tógó taka virkan þátt í stjórn SPES og halda utan um rekstur heimilanna í sjálfboðavinnu en einungis starfsfólk á heimilunum fá greidd laun fyrir vinnu sína. Lögð er áhersla á að líf barnanna sé eins eðlilegt og kostur er og því er greitt fyrir leikskólapláss fyrir yngstu börnin og hin eldri ganga í almennan skóla í hverfinu. Þannig tengjast börnin betur umhverfi sínu og menningu og með styrkjum til skólanna njóta fleiri börn ávinnings af söfnunarstarfi SPES.

Um Tógó

Tógó er sárafátækt land í vestur Afríku. Um þriðjungur þjóðarinnar lifir undir alþjóðlegum fátæktarmörkum sem leiðir til þess að fjölmörg börn fara foreldralaus á vergang án vonar um framtíð. Barnaheimili SPES eru tvö, eitt í höfuðborginni Lomé og annað í Kpalimé. Flest börnin sem koma til okkar eru vannærð og plöguð af sníkjudýrum í innyflum. Mörg börn í Tógó þurfa á hjálp að halda og SPES er sífellt að leita eftir fleiri styrktarforeldrum.

Pin It